Val á tannburstum

Við mælum með tannburstum með mjúkum hárum. Tannburstar með stífari hárum geta farið illa með tannhold og valdið skaða á glerungi tanna. Einnig er mikilvægt að skoða tegund tannbursta sem hentar aldri, stærð munns og aðstæðum. Ráðfærðu þig við okkur og við förum saman yfir málin.