Umhirða tanna

Mikilvægt er að bursta tennur kvölds og morgna með flúortannkremi. Tannþráður er mikilvægur þáttur í tannhirðu barna og fullorðinna. Með notkun tannþráðs og millitannabursta má draga úr myndun tannskemmda og tannsteins. Tannsteinn er hörð útfylling sem myndast á yfirborð tanna, sér í lagi á aftanverðar framtennur í neðri góm og jaxlasvæði í efri góm. Tannsteinn getur síðar valdið tannholdsbólgum og því er mikilvægt að hreinsa hann reglulega með tilliti til hraðrar myndunar hans.

Rannsóknir sýna að með notkun tannbursta hreinsar þú einungis um 60% af yfirborði tannanna. Með því að nota einnig tannþráð hreinsar þú allt yfirborðið. Við mælum með notkun tannþráðs á hverju kvöldi fyrir tannburstun.