Samkvæmt samningnum eru tannlækningar barna greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands að undanskyldu árlegu komugjaldi 2.500 kr.. Samningurinn er innleiddur í skrefum og frá og með 1. janúar 2018 verða öll börn frá 3 ára aldri komin með fulla greiðsluþátttöku Sjúkratryggingum Íslands. Nánari upplýsingar má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.